Pages

mánudagur, júlí 30, 2007

...þegar þetta klárast

ég held að það sé fátt sem fer meira í taugarnar á henni Kerlu minni, en orðin ,,þegar þetta klárast". En þessi orð hafa einkennt líf mitt að undanförnu, samt ekki eins mikið og Kerla vill af láta.
Tja samt, fyrst var það L27, gera upp og gera klárt fyrir gestina,
Svo var það ma-inn, læra, læra og læra til að geta haldið útskriftarpartý (stundum held ég að það sé eina ástæðan fyrir því að ég kláraði þetta blessaða nám)
Svo var það N35, sami prósess og L27
Einhvertíman var það svo vinnan og verkefni tengd henni
og núna eldhúsið, en samt það er búið og ég er enn í fríi :)
Þannig að ekki örvænta kæra vinkona þetta er búið

...í bili!

föstudagur, júlí 27, 2007

Breytt útlit

Mig langar svo að hafa hipp og kúl lúkk á síðunni minni, stundum verð ég svaka bleik, en svo oft kann ég ekki við það lúkk. Held að ég haldi mig við mínimalismann og hafi síðuna hvíta. En svo virðist sem ekkert saveast inn á tölvuna... wtf!

Tarantino

Ég elska Tarantino, það er mjög einfallt. Mér finnst hann æði. Fyrirgef honum allt og finnst allt kúl sem hann gerir. Hef séð allar myndirnar hans, hef laumu metnað að eignast allar myndirnar hans og á marga geisladiska með músíkinni úr myndunum hans (marga miða við fjölda geisladiska sem ég á þá eru þessir tveir mjög hátt hlutfall). Fór á Grindhause í gær og varð hrifin, nett svon "chick-flick-bad-ass" mynd. Einhverstaðar las ég að þetta væri óður til B-mynda og getur vel staðist.

En Kerlan hefur ekki miklar mætur á bíómyndasmekk mínum, sagði einhvertíman eftir tvær svolítið svakalegar myndir Lilja 4 Ever og frönsku-nauðgunarmyndina (sem ég man ekki hvað heitir) að hún ætlaði aldrei með mér í bíó aftur, held að hún hafi staðið við það hingað til.
Kannski ég leigi eina með Bloom og lokki hana til mín með rauðvínsflösku og ostum? Það getur ekki verið erfitt!

fimmtudagur, júlí 26, 2007

Fjallagrasabrauð og rauðvín ....góð blanda!

Jæja þá er það ákveðið, Kerlan ætlar að koma í nýbakað Fjallagrasabrauð og Fjóla sniðug eins og hún er veifaði rauðvínflösku framan í stöllur og fékk þar af leiðandi greiðan aðgang að nýbakaða brauðinu. Annars hefðir Fjóla ekki þurft rauðvínið til að fá aðgang, en það skemmir engan vegin fyrir.

Nú þarf bara að klára að ganga frá eldhúsinu svo hægt sé að bjóða fólki heim, tvær umferðir af málarahvítu og "whalla" N35 verður aftur gestum hæft.

En í bili, z-an er farin aftur í sumarfrí

miðvikudagur, júlí 18, 2007

Nautið

Naut: Vindáttin er að breytast. Þú gætir gert félaga úr óvini, öðlast trú á sökkvandi skipi og auðveldlega blásið nýju lífi í eitthvað.

Svei mér þá, held að þetta geti átt við í dag. Ekki frá því að þær stöllur sem töldu mig þvera, óstýrláta og ósamstarfsfúsa tóku mig ögn í sátt í dag. Held að við eigum lángt í land með að verða félagar en jú er að öðlast trúa á sökkvandi skipi sem voru samskipti okkar áður fyrr.

Konfekt


Það er svolítið kjút allt hér í vinnunni. Vinnufélagarnir eru þeir bestu sem hægt er að hugsa sér og fólkið sem maður vinnur með er líka frábært og kemur sí á óvart.

Til dæmis í gær þegar ég skrapp í mat á kaffistofuna hérna við hliðina á skrifstofunni minni læddist einn sjálfboðaliðinn inn á skrifstofuna mína með konfekt kassa, sem beið síðan eftir mér þegar ég kom úr hádegismatnum. Hann lét sig hverfa áður en ég gat þakkað honum en þar sem mig grunaði hver var að verki þá bjallaði ég í hann og þakkaði fyrir mig og spurði eins og bjáni ,,en afhverju?". ,,Bara þú leyfir okkur alltaf að nota vinnu aðstöðuna þína".
-Pælið í kjútípæ!

sunnudagur, júlí 15, 2007

Sumarið

Sumarið er aldeilis gott í ár, þetta er eins og sumrin þegar maður var krakki, allavega eins og ég man þau. Alltaf gott veður, alltaf sól og alltaf gaman.


Sjálf fannst mér sumarið byrja heldur seint í ár, en þegar það byrjaði vá þvílíkur munur. Ég er búin að taka mér smá frí, fyrst viku í sólarlöndum og svo þrjá daga hérna heima, þvílíkur lúxus, sérstaklega vegna þess að síðstu tvö ár notaði ég sumarfrí og jólafrí til að lesa fyrir próf. Nema hvað í dag fórum við hjúin í smá veiðiferð sem er alveg frábært... þó að það veiðist ekkert.

Við förum gjarnan bara með eina stöng, annað okkar lemur ána og hitt situr á bakkanum, í klappliðinu. Ég á það til að vera síður með stöngina þar sem mér finnst alveg gaman að vera í klappliðinu eða tína ber, blóðberg eða fjallagrös.

Ég var að lesa mig til áðan á netinu og fjallagrös má nota í hvaða brauð uppskrift sem er, það vissi ég ekki þó að það sé mjög lógíst. Ég hef bakað sérstak "fallagrasa brauð" sem ég fann í eldgamalli uppskriftabók hjá mömmu á sínum tíma. Brauðið var ágætt en heilmikið vesen að baka það þannig að nú verður forvitnilegt að sjá hverning venjuleg brauðuppskrift smakkast. Hlakka eiginlega svolítið til að prófa það.


Svo er það blóðbergið, ylmandi góða og bleika blóðberg. Ohhh ég elska blóðberg það er eitthvað svo íslenskt. Ég ímynda mér oft að Birki og Blóðbergskrydd sé eins og Ísland mundi smakkast ef maður gæti borðað það og þá á lambakjöti að sjálfsögðu! En þar sem ég var að forvitnast á netinu þá las ég mér líka til að Blóðberg og Timian er í raun náskyldar jurtir. Þá er mjög gott að safna jurtinni, þurka hana og saxa og geyma allt árið og spara sér 236.- kr. sem krukkan af Timian kostar í Hagkaupum, plús að fá titilinn Grassa Gudda 2007.


Og svo að lokum, fyrir þá sem enn hafa áhuga á grasafræði 101 þá eru það margir sem rugla þessari hérna jurt sem myndin sýnir hér að neðan og er líka bleik við Blóðberg, en þetta er ekki blóðberg, man ómögulega hvað blessað grasið heitir en þetta er ekki Blóðberg (Lambagras... man það núna!). Lyktar ekki jafn vel og er erfiðara að týna, þannig að algjört bann að rugla þessu tveimur saman. Hef samt gert það sálf hérna á buffoló og tark árunum, en er nú eldri, vitrari og lægri í loftinu.


Og hér með líkur grasafræðslunni.